Gleðilegan konudag, konur um allan heim!
Viðburðarrík vika (eins og sérhver dagur) í lífi mínu, ekkert rosalegt en engu að síður truflaði rútínuna...
Í kvöld bauð ég Önnu Kristínu og Sollu í mat; spaghettia ala diva Sigga....svakalega gott, enda kenndi mamma iris mér...svo fórum ég og anna í bíó á myndina Closer sem ég vil gjarnan fá að tjá mig aðeins um.... sko þessi mynd er einmitt um það sem ég hef mikið verið að tala um; deit karma og hversu marga sjensa gefur maður. ég virðist gefa endlausa sjensa og deit karmað mitt sökkar, góð mynd, mæli með henni! what comes around goes around og grasið er ekki grænna hinu megin þannig að hættu að leita-horfðu á það sem er fyrir framan þig-. minn boðskapur til heimsins; ekki vanmeta það sem þú hefur í höndunum, það gæti allt breyst á morgun með einu orði....
frekar dramatískt,i know.
ég hitti fyrstu ástina mína á föstudaginn og tókum við mjög fallegan göngutúr niður minningarstræti, ahhhh so sweet. maður á alltaf að gera svona á regular basis, manni líður svo vel eftir á og vonar innst innst inni að víst að þú og ex séuið vinir þá hlýtur deiting karmað að batna....svona í alvörunni...
talandi um karma stefni ég á árulestur í kefl í næstu viku og vonandi kemur nú e-ð skemmtilegt og fróðlegt út úr því; hvað ef hún er öll appelsínugul? það er ástæðan fyrir öllu sem gengur ekki upp, appelsínugult fer mér nefnilega einstaklega illa, ég get verið í flestum litum en alls ekki gult eða afbrigði af því....þarf að fara í saumana á þessu máli.
ég er alein heima, arna fór til Boston á fimmtudag og kemur heim á þriðjudag.... ég verð að játa að ég elska að vera ein heim...mitt fyrsta verk var að þrífa og gera fínt, blasta græjurnar með Doctors orders og öðrum vel völdum diskó lögum og dansa nakin um stofuna mína....real kodak moment.. svakalega fínt, mæli með því fyrir alla... ég held að ég muni nota þetta sem framtíðar groundbraking sálfræðimeðferð gegn lágu libido og ástsýki kvenna (sem nú er greinanlegt ástand, gott fólk!).
ég sá þáttin Super nanny í vikunni og ég verð bara að fá að taka fram að þarna eru á ferðinni uppeldisaðferðir mínar, grínlaust. börn þurfa tough lovin en hún skilar sér, agi og knús alla leið, það segi ég alltaf...ekki ástæðulausu sem ég fékk Best Nanny bikarinn forðum daga....og klósettvandi tvo 3 ára krakka á sama tíma...geri aðrir betur! ég ætla samt ekki að setja krónurnar þar sem orðin eru því að ég er ekki alveg tilbúin í foreldra hlutverkið strax, það verður að fá að bíða í e-n tíma allavega.
skóladoði og ringulreið virðist ætla að vera viðverandi ástand sem ég sé ekki neinn enda á eða lausn, kannski þarf ég bara þetta meikover.... skilyrðing rotta og anatomía augans, spennandi.
plön fyrir sumarið eru að ganga lala nema hvað alter egoið mitt jóakim aðalönd á svoldið erfitt með að eyða svona miklum pening í skóla um SUMAR þannig að ferli er farið af stað að leita að öðrum skóla, þó svo reyndar að um leið og ég stíg fæti á erlenda grund þá fer hendinn af stað og hún verður óstöðvandi. ég verð gripin af svona yfirþyrmandi löngun og þörf til að byrja að skrifa um allt og ekkert og áður en ég veit af er ein bók komin og drög að 15 mismunandi lífum sem ég gæti hugsað mér að lifa og mun eflaust stefna að á e-n hátt. ég bara finn eplið kalla á mig og ég hafði hugsað mér að svara kallinu því þar á ég í raun heima (vil ég meina) og svo er líka ekki dýrt að fara yfir til englanna og frænku minnar....ahhhh eplið mitt, ég get ekki beðið.
ég ætti að fara að sofa....ég samt skrifa best seint á kvöldin, eiginlega óstarfhæf fyrir hádegi.
some people want it all but i dont want to feel it all if i aint got you babe......
pabbi kemur út eftir viku. vernd í 3 mán. spennandi. skrýtið.
ég komst að því í vikunni að ég held að ég sé ekki tilbúin í alvarlegt samband, fling já en ekki svona búa saman daglega rútínan breytum svefniherberginu dæmið, þetta fann ég, frekar skrýtin tilfinning þar sem okkur er sagt sem stelpur að viljum alltaf samband eða kannski réttara að það sé það sem við öll eigum alltaf að vera að gera.....og hvernig gengur ástarlífið? (eins algengt og guðhjálpiþér við atjsú). ég er bara nokkuð góð. jú ég væri alveg til í sæt sms og kannski nokkara símhringingar hér og þar og svona kúr nokkur kvöld í viku en ég held ekki meira...kannski er bara of langt síðan að ég hef verið epískt ástfangin....ég varð oft skotin á seinasta ári, samt bara 3 þannig að það endaði með tárum, eða 2 og 1/2, en svo bara hmmm.. skrýtið, ekki óþægilegt en skrýtið...og ekki frá því að þetta single líf eigi vel við mig...en, væri til í góðan vin (eins og afi kallar það).
það kom upp að mér kona í gær sem ég hafði verið að þjóna á MARU og fór að tala um að ég væri æði(ásamt tuga annarra lo.) og ég mætti aldrei breytast, frekar sætt og gott pick me up eftir spes viku og helgi...
komst að því að hitt og þetta fólk sem er mér nátengt og ég vil gjarnan ekki falla í áliti hjá er að lesa þetta og er farip að þróa frekar neurotic álit á mér þá hef ég búið til leyniblogg þar sem ég leyni ekki neinu og allt fær að flakka, allar pælingar, án allrar ábyrgðar og algers nafnleysis.... ;)
ég held að þetta sé komið gott af hugarrenningum rétt fyrir svefninn.
sigga sem er ritskoðuð kveður
hey, hver er mystery man? ég vil koma könnun af stað takk
mánudagur, febrúar 21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli